Þverbraut 1, 540 Blönduós
29.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
125 m2
29.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1968
Brunabótamat
44.950.000
Fasteignamat
17.150.000

Domus fasteignasala kynnir góða íbúð á Blönduósi. Eignin er í fjölbýlishúsi með lyftu. Suðursvalir, flott útsýni.

Gluggar voru endurnýjaðir árið 2016

Þverbraut 1 er stórt hús þar sem 4 íbúðir eru á efstu hæð, en skrifstofur á miðhæð. Íbúðin sem hér er auglýst til sölu er við suðurvegg. Björt íbúð og skemmtileg. Samkvæmt skrá fasteignamats er séreign 125 fm en íbúðin er trúlega eitthvað stærri.

Komið er inn í forstofu/gang. Tvö svefnherbergi eru við hliðina á inngangi mót suðri. Hægt væri að sameina þessi herbergi í eitt stærra herbergi. Þriðja svefnherbergið er mjög rúmgott og töluvert stærra en hin tvö. 

Eldhús er rúmgott og ágætt skápapláss. Innrétting er hins vegar upprunaleg. Borðkrókur er í eldhúsi.

Snyrting er með baðkari og lítilli innréttingu. Þar er einnig tengi fyrir þvottavél.

Stofa er rúmgóð með stórum glugga mót suðri.

Stór geymsla, séreign, líklega um 30 fm er í íbúðinni. Trúlega er hún að stærstum hluta utan við uppgefið flatarmál séreignar. Þessi geymsla gæti auðveldlega nýst sem tómstundaherbergi.

Gólfefni: Parket er á stofu og gang og eldhúsi. Dúkur er á svefnherbergjum en flísar á baðherbergisgólfi. 

Allar nánari upplýsingar gefa Friðrik í síma 6628034, [email protected] og Stefán í síma 8919425, [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.