Urðarbraut 3, 540 Blönduós
39.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
201 m2
39.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1971
Brunabótamat
80.790.000
Fasteignamat
39.800.000

Domus fasteignasala kynnir vel staðsett einbýlishús með bílskúr á Blönduósi, Urðarbraut 3.

Húsið er byggt árið 1971 og bílskúr er frá 1979.
Eignin er skráð samtals 201,7 fermetri, þar af er bílskúr skráður 35,3 fermetrar, íbúðin 110.5 fermetrar og geymsla í kjallara 55.9 fermetrar


Húsið skiptist í anddyri, gang, skála, 4 svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eldhús og þvottahús. Innangengt er í bílskúr.
Í kjallara er mikið geymslurými, innréttað að hluta með léttum skilrúmum og hillum.
Gólf íbúðarinnar eru parketlögð, en flísar í anddyri, baðherbergi og þvottahúsi.
Eftir er að ljúka frágangi við hurð í bílskúr, eldhúsinnrétting er komin til ára sinna. Loftaklæðningu vantar í bílskúr.
Þakklæðning og þakkantur voru endurnýjuð 2018, ofnar og hluti vatnslagna endurnýjað 2019, skipt var um gler árið 2020 og húsið málað að utan árið 2021.
Lóðin er vel gróin með trjám, grasflötum og beðum. Í bakgarðinum er gróðurhús sem þarfnast viðhalds.

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.