Hlíðarbraut 21, 540 Blönduós
68.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
205 m2
68.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
100.000.000
Fasteignamat
49.550.000

Domus fasteignasala kynnir gott einbýlishús ásamt stórum bílskúr á Blönduósi.

Eignin er Hlíðarbraut 21, sem er steypt einbýlishús frá árinu 1979.
Eignin stendur á 910 fm leigulóð og við húsið er nokkuð stór garður.
Húsið er fallegt á einni hæð og hefur fengið gott viðhald.
Svefnherbergin eru fjögur. Eignin er skráð 205,8 fm, þar af er íbúðin 150,5 fm og bílskúrinn 55,3 fm.

Stór og rúmgóður sólpallur með fallegri lýsingu er við húsið.

Þær framkvæmdir sem hefur verið farið í á árunum 2018 - 2023 eru:

Nýtt parket var sett á stofu, gang og öll svefnherbergi.
Nýjir gluggar úr viðhaldsfríu áli að utan voru settir í allt húsið.
Skipt var um þak og þakrennur.
Stór og fallegur sólpallur var smíðaður við húsið.
Húsið var allt málað að utan, kaldavatnsinntak endurnýjað í götunni og ljósleiðari tengdur.
Búið er að skipta um alla ofna í húsinu nema tvo litla. 

Nánari lýsing:

Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi
Gestasnyrting er flísalögð með hvítri innréttingu, spegli og hvítum háum skáp.
Eldhús er flísalagt með góðri viðarlitaðri innréttingu, dökkri borðplötu og flísum fyrir ofan borðplötu á vegg. 
Baðherbergi er rúmgott með bæði sturtu og stóru hornbaðkari. Flísar eru á gólfi og hvít innrétting. 
Þvottahús er með epoxy efni á gólfi, skóskáp og hvítri innréttingu. Inn af þvottahúsi er svo búr/geymsla. Annar inngangur er inn í húsið í þvottahúsinu. 
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru 4 talsins með nýlegu fallegu parketi.
Stofan er rúmgóð með nýlegu parketi og góðri lofthæð. Úgengt er frá stofu á sólpall.
Gangur: Herbergisgangur er með nýlegu parketi og á honum eru 3 svefnherbergi og svo stærra baðherbergið.
Innkeyrsla: Stór og rúmgóð innkeyrsla er við húsið fyrir framan bílskúrinn.

Fallegt og gott fjölskylduhús á góðum stað í bænum, stutt í alla þjónustu, eign sem vert er að skoða.

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected] 
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.