Domus fasteignasala á Blönduósi hefur fengið í sölu vel staðsetta og góða eign að Skagfirðingabraut 41 Sauðárkróki.
Eignin skiptist í 120 fermetra íbúð á 2 hæð ásamt fallegum garðskála/sólstofu sem er um 45 fermetrar að stærð. Þá er bílskúr ásamt sérinnkeyrslu á jarðhæð.
Alls er fasteignin rúmlega 216 fermetrar að stærð.
Eigninni hefur verið ágætlega haldið við og m.a. er nýlega búið að skipta um klæðningu á þaki ásamt því sem íbúðin er nýmáluð að innan.
Sérlóð er framan við húsið sem liggur að Skagfirðingabraut. Gengið er upp stiga að íbúðinni og þar er eldhús, búr og stofa á hægri hönd en til vinstri eru þrjú svefnherbergi.
Svalir eru við stofuna með góðu útsýni til Tindastóls og íþróttasvæðis.
Yfir bílskúrnum er svo afar skemmtileg sólstofa og þar er stór pottur og svalir.
Allar nánari upplýsingar gefur Stefán Þórarinn Ólafsson, hrl. og löggiltur fasteignasali í síma 891 9425 eða með tölvupósti sem er [email protected] eða Friðrik Halldór Brynjólfsson, löggiltur fasteignasali í síma 662-8034 eða með tölvupósti sem er [email protected] Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.