Kálfshamar , 546 Skagaströnd
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
48 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
49.350.000
Fasteignamat
15.605.000

Domus fasteignasala á Blönduósi hefur fengið til sölu jörðina Kálfshamar í Skagabyggð.

Jörðin er talin vera á bilinu 800-900 hektarar og liggur frá sjó að almenningi á Skagaheiði. (sjá mynd sem sýnir stærð jarðar sem er tekin af landeignaskrá HMS).

Á jörðinni er 48 fermetra sumarhús úr timbri frá árinu 2006 á sérlóð sem er um 2 hektarar. Þá er á jörðinni 231,7 fermetra hlaða frá árinu 1976 og er það stálgrindarhús. 

Ræktað land er um 11,9 hektarar.  Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og á heiðinni er m.a. Selreiðartjörn og er þar er góð silungsveiði sérstaklega fyrst á vorin. 

Kálfshamarsnes og fjaran upp frá því fylgir ekki en þar á jörðin Kálfshamar allan nytjarétt og ókeypis aðstöðu fyrir fjóra báta. 

Aðliggjandi jarðir eru Sviðningur að sunnan og Saurar og Ós að norðan. 

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.