Húnabraut 19, 540 Blönduós
56.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
213 m2
56.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
85.100.000
Fasteignamat
43.800.000

Domus fasteignasala, Blönduósi kynnir einbýlishús á góðum stað á Blönduósi.  Húsið er á tveimur hæðum og er alls 213 fermetrar að stærð. Möguleiki á eigin atvinnustarfssemi eða útleigu á neðri hæð hússins.
Þetta er íbúðarhúsið að Húnabraut 19. Mikið endurnýjuð eign.  Suður og vestur svalir. Á neðri hæð er stúdíóíbúð og tvö herbergi, sem hentað getur til útleigu.
Nánari lýsing
 Íbúð og herbergi á neðri hæð:  Gott rými. Einnig stór herbergi inn af íbúðinni sem gætu nýst sem svefnherbergi eða til útleigu. Stigi upp í íbúð á efri hæð.
 Snyrting: Lítil snyrting er við inngang á neðri hæð.
 Efri hæð.
Eldhús er rúmgott og innréttingar nýlegar. Parkett á gólfi.
Stofan er parketlögð. Úr stofu sér yfir á Strandir. Gengið út á suðursvalir.
Mjög stórt baðherbergi sem allt var tekið í gegn fyrir nokkrum árum. Það herbergi er einnig þvottahús. Þar eru flísar í hólf og gólf.
Svefnherbergi: Tvö stór svefnherbergi eru á hæðinni. Nýlegt parkett er á allri hæðinni. Engir þröskuldar. Auk þess eru tvö svefnherbergi á neðri hæð, sem áður er getið.
Bílskúr er innréttaður sem stúdíóíbúð.  
Endurbætur: Húsið var málað að utan árið 2021.  Nýir gluggar og útidyr eru í húsinu. Þá var bræddur nýr dúkur á þak hússins sama ár.  Baðherbergi allt endurnýjað. Stórt baðkar, hiti í gólfi. Allar lagnir á baði endurnýjaðar nýlega.  Þar eru skápar fyrir þvottavél og þurkara með skúffum undir.
Góð eign á góðum stað í bænum þar sem stutt er í alla þjónustu.
Íbúðin er alls 162,4 ferm. og verslunarrýmið er 51,3 fm. Alls 213 fm. Efri hæðin er alls 107 fm.  
Upplýsingar veita Friðrik Brynjólfsson s. 662-8034 [email protected]  eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 440 7972 eða 891 9425 [email protected]
 
Forsendur söluyfirlits:

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 
 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.