Domus Fasteignasala kynnir Austurhlíð II - fallegt 167 fm einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Eignin er staðsett í Blöndudal og stendur hátt í dalnum og býður upp á mikið og fallegt útsýni.
Umhverfis húsið er nokkuð stór og falleg skógrækt. Um er að ræða lögbýli sem er 6,6 hektara eignarlóð og mikill trjágróður er á lóðinni. Einnig er á lóðinni 15 fm geymsluskúr sem að búið er að leggja rafmagn í.
Eftirfarandi eru þær endurbætur og viðhald sem hefur verið farið í á árunum 2009-2024:
Borhola fyrir neysluvatn var gerð sem er 35ltr pr. mín. Gler og gluggalistar í öllum gluggum á efri hæð var endurnýjað. Baðherbergi á efri hæð var tekið í gegn og sett ný innrétting, flísalagt og settur dúkur á gólf.
Gerðar voru timbursvalir sunnan við hús og geymsla undir þeim. Nýr 200 lítra heitavatnskútur var settur upp í bílskúr. Nýr fataskápur settur í stóra herbergið á efri hæð. Rennihurð var sett á suðurgafl efri hæðar þar sem gengið er út á svalir. Settar nýjar bekkplötur, vaskur og blöndunartæki í eldhús ásamt ljósum undir efri skápa. Settur var nýr 15 fm garðskúr á lóð. Nýtt þvottahús/geymsla var gert á neðri hæð. Opnað var milli hæða og settur stigi. Milliveggir á efri hæð fjarlægðir og eldhúsið/borðstofan stækkuð. Gólfefni voru endurnýjuð á efri hæð. Ljósleiðaratenging var tekin inn í húsið. Málað var á neðri hæðinni og gólfið flísalagt undir stiganum. Árlega hefur verið borin olía á timburpalla úti.
Sumarhúsalóð fylgir með við sölu eignar sem er á sér fastanúmeri sem er búið að merkja með rauðu striki á mynd. Stærðin á henni er um 6.000 fm.
Möguleiki er á að innbú fylgi með að stórum hluta.
Eignin skiptist á þennan hátt:
Efri hæð er
93 fm að stærð og skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, gang og baðherbergi
Neðri hæð er
74 fm að stærð og skiptist í forstofu, eitt svefnherbergi, gang, baðherbergi , þvottahús/geymslu og bílskúr
Inngangur á efri hæð: Þetta er aðal inngangur hússins. Steyptar tröppur liggja upp að innganginum og er hann staðsettur á steyptum svölum sem að eru fyrir framan forstofu og stofu hússins. Á svölunum er mikið og fallegt útsýni fyrir sunnan húsið er svo heitur pottur við endann á svölunum. Forstofan er flísalögð.
Eldhús: Eldhúsinnrétting er hvít og í góðu standi með nýlegri borðplötu og dökkum flísum á milli skápa. Á gólfinu er vínylparket. Vaskur og blöndunartæki voru nýlega endurnýjuð og einnig eru ný ljós undir efri skápum.
Baðherbergi: Nýleg viðar innrétting er á baðherbergi og dúkur á gólfi. Flísar á veggjum að hluta.
Gangur/stofa/opið rými: Alrýmið er opið rúmgott með nýlegu vínyl parketi á gólfi. Í stofu er nýleg rennihurð út á verönd/svalir til suðurs þar sem að er heitur pottur í skjóli trjánna sem að fylgir við sölu eignarinnar.
Svefnherbergi: Þrjú svefnherbergi eru í húsinu, tvö á efri hæð og eitt á neðri hæð. Herbergin á efri hæð eru með nýlegu vínylparketi en herbergið á neðri hæð er með dúk á gólfi. í stærra herberginu á efri hæð er fallegur og stór hvítur fataskápur.
Inngangur á neðri hæð: Gengið inn í forstofu og flísalagðan gang.
Snyrting á neðri hæð: Dúkur á gólfi, salerni og handlaug. Er staðsett fyrir framan svefnherbergið niðri.
Þvottahús/geymsla á neðri hæð: Nýleg hvít innrétting og flísar á gólfi.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr er á neðri hæð hússins og er hann 40.5 fm að stærð. Bílskúrinn er flísalagður með góðu vinnuborði. Einnig er hægt að ganga inn í bílskúr af gangi á neðri hæð.
Virkilega fallegt einbýlishús á fallegum stað í Blöndudal, eign sem vert er að skoða.
Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 eða [email protected] eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]