Urðarbraut 17, 540 Blönduós
61.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
153 m2
61.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
79.600.000
Fasteignamat
46.600.000

Domus Fasteignasala á Blönduósi kynnir til sölu Urðarbraut 17 á Blönduósi. 

Um er að ræða steypt einbýlishús á mjög góðum stað á Blönduósi.Húsið er frá árinu 1982 og er á einni hæð.

Byggingaár 1982 á íbúð en bílskúr og geymsla voru byggð 1995. 

Húsið var allt tekið í gegn árið 2017. Á sama tíma var lóðin öll tekin í gegn. Það sem var gert er eftirfarandi:
  • Nýtt gler er í gluggum en ekki var skipt um tréverk.
  • Ný gólfefni og nýjar inni og útihurðir eru í húsinu.
  • Skipt var um þakið 2019 bæði á húsi og bílskúr og nýr þakkantur var settur á allt saman.
  • Allar lagnir hafa verið endurnýjaðar í húsinu, bæði fyrir heitt og kalt vatn og gólfhiti var lagður í allt húsið um leið.
  • Brunnur var settur á frárennslislagnir. 
  • Klæðning í lofti var máluð hvít og lítur mjög vel út.
  • Bílaplan var allt tekið í gegn árið 2019 þar sem það var bæði hellulagt og malbikað.
  • Skipt var um eldhúsinnréttingu í húsinu árið 2018 og einnig þvottahús innréttingu í bílskúr á sama tíma. Þvottavél og þurrkari í vinnuhæð.
  • Baðherbergi var allt tekið í gegn á sama tíma.
  • Innangengt er í bílskúr sem er einnig í mjög góðu standi.
  • Rafdrifin bílskúrshurð er í bílskúr.
  • Inn af bílskúr er herbergi sem hentar vel til tómstunda og annars.
  • Útisvæði er mjög snyrtilegt og hellulagt allt í kringum húsið.
  • Geymsluskúr er við húsið í garðinum.
  • Einnig er þar góður skjólveggur og heitur pottur.
  • Góður skjólveggur er einnig framan við húsið og hefur honum verið vel viðhaldið
  • Ruslageymslur eru steyptar í mjög góðu standi.
  • Ljósleiðari er kominn í húsið.
  • Skipt hefur verið um allt innlagnaefni rafmagns og einnig er allt nýtt í rafmagnstöflum.
  • Nýr varmaskiptir er í húsinu sem hitar upp vatn á lokuðu kerfi. 
  • Til stendur að setja nýtt vatnsinntak við húsið og er það kostað af sveitarfélaginu Húnabyggð.
Nánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi og góðum viðarlitum skáp. Inn af forstofu er fatahengi og rennuhurð er á milli. 
Eldhús er með parketi á gólfi og fallegri nýlegri eldhúsinnréttingu. Setukrókur er einnig í eldhúsinu. 
Stofa er rúmgóð með parketi á gólfi. 
Baðherbergi er með flísum á gólfi, fallegri viðarlitaðri innréttingu og stórri sturtu. Fyrir aftan hurðina er góður skápur með spegli. 
Svefnherbergi eru þrjú talsins og eru með parketi á gólfi og hjónaherbergi er með stórum hvítum fataskáp og annað svefnherbergið með fallegum viðarlituðum fataskáp.
Bílskúr/þvottahús: Mjög góður upphitaður bílskúr er við húsið og er innangent í hann úr eldhúsi, af plani og af sólpalli bak við hús. Mjög góð þvottaaðstaða er einnig í bílskúrnum þar sem tæki eru í vinnuhæð í nýlegri hvítri innréttingu. 
Geymsla/tómstundaherbergi er inn af bílskúr með parketi á gólfi og skáp. 
Garður er einstaklega vel hirtur og vel frágenginn. Nýlega búið að helluleggja meðfram húsi. 
Bílaplan er mjög vel frágengið og hefur nýlega verið malbikað. 
Sólpallur er bæði fyrir aftan hús og fyrir framan hús. Á sólpalli fyrir aftan hús er heitur pottur. 
Verkfærageymsla er við húsið sem hentar vel sem geymsla fyrir verkfæri, dekk og fleira. 

Um er að ræða mjög fallegt og snyrtilegt einbýlishús á vinsælum stað í bænum þar sem stutt er í alla þjónustu. 

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.