Domus Fasteignasala á Blönduósi hefur fengið í einkasölu einbýlishúsið Hvammstangabraut 7 á Hvammstanga. Húsið er skráð 127,9 fermetrar, byggt úr steinsteypu árið 1956 á 660 fermetra hornlóð. Frábær staðsetning, stutt í alla þjónustu.Eignin er á tveimur hæðum. Á efri hæð eru stofa og þrjú svefnherbergi. Á neðri hæð eru forstofa og stofa, sjónvarpshol og borðstofa ásamt eldhúsi. Inn af eldhúsi er kyndiklefi/lítil geymsla.
Í garðinum er 15 fermetra upphitaður skúr.
Niðurfallsrör fyrir þakrennur fyrir húsið eru til og fylgja með húsinu.
Það sem hefur verið gert nýlega:- Nýbúið er að mála alrými á neðri hæð bæði veggi og loft (eldhús og klósett undanskilið)
- Nýbúið að mála litla herbergið til vesturs á efri hæð, veggi og loft (svalarherbergi)
- Nýbúið er að skipta út öllum rofum og tenglum í alrými á neðri hæð (eldhús undanskilið) skipt úr titzino tenglum í hefðbundna tengla
- Dregin var jarðtenging í allar dósir
- Tenglum bætt í stofurými
- Dimmer settur í rofa fyrir ljós í stofurými
- Klárað var að setja gólflista í stofurými
Gler í gluggum er að einhverju leyti orðið lélegt og einnig gluggarnir sjálfir. Þá hefur borið á leka milli forstofu og alrýmis (leki frá svölum).
Nánari lýsing:Neðri hæð:Forstofa: Forstofan er með parketi á gólfi útihurð er nýleg.
Stofa: Stofa er stór með nýlegu parketi á gólfi. Einnig er borðstofa og sjónvarpshol.
Eldhús: Er með ágætri hvítri innréttingu og ofni í vinnuhæð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Baðherbergi: Er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu, viðarlitum skáp og sturtu. Á baðherbergi er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Efri hæð:Hjónaherbergi: Er með parketi á gólfi.
Svefnherbergi 1: Er með parketi á gólfi og hlýlegum panil í lofti.
Barnaherbergi: Er með parketi á gólfi og útgengt er úr herbergi út á svalir.
Stofa: Í miðjunni á efri hæð er hugguleg stofa/miðrými með parketi á gólfi og fallegu útsýni.
Um er að ræða einbýlishús á góðum stað í bænum þar sem stutt er í alla þjónustu. Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.