Hlíðarbraut 10, 540 Blönduós
65.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
236 m2
65.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
119.800.000
Fasteignamat
55.600.000

Domus fasteignasala Blönduósi kynnir Hlíðarbraut 10 á Blönduósi. Góð staðsetning í kyrrlátri götu, suður garður. 

Hlíðarbraut 10, Blönduósi er stórt og gott einbýlishús á eftirsóknaverðum stað í bænum. Íbúðarhúsið var byggt árið 1976 og er 134 fm að stærð. Bílskúr var byggður árið 1987 og er 56 fm. Garðskáli var byggður við húsið árið 1988 og er hann 46,5 fm. Alls er húsið 236 fm skv. fasteignarmati. Stór sólpallur er sunnan og vestan við sólstofuna. Húsið er klætt að utan með Steni-plötum. Frárennslislagnir utanhúss hafa verið endurnýjaðar og einnig ofnar.

Nánari lýsing
Komið er inn í flísalagða forstofu og þaðan er gengið inn í stofuna. Úr stofunni er gengið inn í eldhúsið og inn á svefnherbergisgang. Parket er á gólfum forstofu, stofu og svefnaherbergisgangi. Á svefnherbergisgangi eru 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús með inngangi.
Eldhúsið: Rúmgott rými með ágætis eldhúsinnréttingu. Ofn er í vinnuhæð og tvöfaldur ísskápur. Í eldhúsi er borðkrókur og er hann fastur við eldhúsinnréttinguna. Nýlegt parket er á gólfi
Stofa: Góð stofa er í húsinu ásamt borðstofu. Afmarkað rými er í stofu með harmonikkuhurð þar á milli. Arinn er í stofunni. 
Svefnherbergi: Svefnherbergi eru 3 og eru þau á svefnherbergisgangi. Auðvelt væri að stúka af herbergi í stofu sem áður var forstofuherbergi, góðir skápar eru í hjónaherbergi og einu barnaherbergi. Parket á gólfi.
Baðherbergi : Baðherbergið er staðsett á svefnherbergisgangi. Þar er sturta, baðkar og innrétting. Innrétting og sturtuklefi hafa nýlega verið endurnýjuð. 
Þvottahús: Þvottahús er á svefnherbergisgangi með inngangi. Gott skápapláss er í þvottahúsinu og flísar á gólfi. Inngangurinn vísar út á bílaplanið.
Forstofa: Flísalögð með ágætis skáp.
Sólstofa: Glæsileg flísalögð sólstofa er sunnan við húsið og er gengið inn í hana af svefnherbergisgangi. Úr sólstofu er svo gengið út á sólpall og út í garð. 
Lóðin: Á lóðinni er stór sólpallur. Stórt bílaplan er við húsið.
Bílskúr: Stór bílskúr er við húsið. Tvær geymslur eru í honum ásamt salerni.
Stutt í alla þjónustu : Göngufæri er í skólann og verslunina og kirkjan og félagsheimilið er í næsta nágrenni. 

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.