Sunnubraut 7, 540 Blönduós
57.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
228 m2
57.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
109.700.000
Fasteignamat
59.950.000

Domus Fasteignasala á Blönduósi kynnir Sunnubraut 7.

Um er að ræða glæsilegt einbýlishús með tvöföldum bílskur á góðum stað á Blönduósi þar sem stutt er í alla þjónustu. 

Íbúðin er 171,4 fm að stærð og bílskúrinn 57 fm svo að húsið er 228,4 fm í heildina. Húsið er byggt árið 2008.

Svefnherbergin eru 4 talsins og baðherbergin eru 2. 

Nánari lýsing: 
Baðherbergi á neðri hæð er með baðkari og er 8,2 fm að stærð. Flísar eru á gólfi og klósettkassi með náttúrusteini. Hornbaðkar.
Baðherbergi á efri hæð er með sturtu og er 5,7 fm. Flísar eru á gólfi, bakhlið sturtuklefa og klósettkassa. 90 cm sturtuklefi
Hjónaherbergi er um 19 fm með útgengi á svalir. Svalir eru tilbúnar en á eftir að hengja upp. Var verið að bíða eftir endanlegum frágangi lóðar undir svölum. Parket er á gólfi og stór skápur er á gangi uppi sem þjónar öllum herbergjum.
Barnaherbergi með velux þakglugga og er um 11 fm og parket er á gólfi.
Endaherbergi með glugga út á framhlið húss er 10.4 fm og parketi á gólfi.
Endaherbergi með glugga út á framhlið húss er 10,4 fm og parketi á gólfi
Þvottahús er á neðri hæð inn af eldhúsi. Þar er hurð út í bakgarð. Gólf er lakkað.
Stofa á neðri hæð er 39,3 fm og með parketi á gólfi. Á öllum úthliðum eru 2m gluggar auk þess sem tvöföld hurð er að sólpalli.
Stofa á efri hæð er 26,6 fm með parketi á gólfi. Í þeirri stofu er tveir velux þakgluggar. Stór fataskápur er í stofunni.
Geymsla er undir stiga milli hæða
Eldhús er um 23 fm með innréttingu frá IKEA. Eyja með helluborði er í miðju eldhúsi og borðplata er sérsmíðuð. Innrétting gerir ráð fyrir tvöföldum ísskáp en uppþvottavél og bakaraofn eru 60 cm. Parket er á gólfi.

Til eru teikningar frá arkitekt með auka íbúð í bílskúr sem teiknaðar voru árið 2017. Skjáskot af þeim eru með myndum. Þar eru möguleikar á útleigu og framkvæmdir einfaldar þar sem lagnir fyrir vatn og fráveitu eru til staðar.

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 [email protected]
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 [email protected]



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.




 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.